Roger Moore fær stjörnu við Sunset Boulevard

Sir Roger Moore
Sir Roger Moore mbl.is/Sverrir

Leikarinn Roger Moore, sem helst er þekktur fyrir að leika njósnarann James Bond, fékk í gær stjörnu í gangstéttina við Sunset Boulevard í Los Angeles, sem gjarnan er nefnd Hollywood Walk Of Fame. Stjarnan er að sjálfsögðu á gangstéttinni fyrir framan hús númer 7007.

Moore, sem er 79 ára að aldri er annar leikarinn sem leikið hefur James Bond, sem fær stjörnu í gangstéttina við Sunset Boulevard en auk hans hefur Pierce Bronsan notið þess heiðurs.

Moore lék í sjö Bond myndum meðal annars „Live and Let Die" árið 1973 og „A View to a Kill" þrettán árum síðar.

Haft er eftir Moore að hann sjái eftir hlutverkinu en hann hafi þurft að gera það þar sem annað hvort voru það stúlkurnar sem alltaf urðu yngri og yngri nú eða hann alltaf eldri og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar