Samningafundur Mills og McCartney skilaði ekki árangri

Paul McCartney er hann yfirgaf dómshúsið í gær.
Paul McCartney er hann yfirgaf dómshúsið í gær. AP

Samningafundur vegna skilnaðarmáls Bítilsins Paul McCartney og fyrrum eiginkonu hans Heather Mills stóðu yfir í átta klukkustundir hjá yfirdómara í London í gær en ekki náðist niðurstaða á fundinum. Samningaviðræðum þeirra verður haldið áfram næstu daga en náist ekki niðurstaða í þeim viðræðum verður réttað í málinu.

Talið er að viðræðurnar snúist fyrst og fremst um það hversu háan framfærslueyri McCartney þurfi að greiða Mills en sérfræðingar telja að hann muni þurfa að greiða henni a.m.k. 50 milljónir sterlingspunda.

Heather, sem kom í hjólastól til dómshússins í gær, er þó sögð reiðubúin til að fallast á minni greiðslur gegn því að hún haldi frelsi sínu til að tjá sig opinberlega um samband þeirra. McCartney mun hins vegar leggja allt kapp á að tryggja að hún skuldbindi sig til að tjá sig ekki um einkamál þeirra.

Talið er að skilnaðarmálið verði það dýrasta til sögu Bretlands en fram til þessa er skilnaður viðskiptajöfursins John Charman og fyrrum eiginkonu hans Beverley sá dýrasti í landinu. Við skilnað þeirra greiddi Charman Beverly 48 milljónir punda. McCartney og Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí á síðasta ári en þau höfðu þá verið gift í fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen