Uppselt á Iceland Airwaves

Frá Iceland Airwaves á síðasta ári.
Frá Iceland Airwaves á síðasta ári. mbl.is/Árni Torfason

Miðar á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves seldust upp um hádegisbil í dag. Er þetta fjórða árið í röð sem selst upp á hátíðina, sem hefst á miðvikudag og stendur í fimm daga. Yfir 200 hljómsveitir og listamenn koma þar fram.

Hátíðin fer fram á níu aðal-tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur, sem eru: Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Gaukurinn, NASA, Lídó, Iðnó, Organ, Grand rokk, Barinn og Fríkirkjan í Reykjavík.

Auk þess verður dagskrá í Norræna húsinu en þar verður m.a. ljósmyndasýningin Iceland Airwaves: So Far / Til þessa opnuð í dag. Smærri viðburðir og tónleikar fara fram í plötuverslunum, kaffihúsum og annarstaðar í miðbænum ásamt hinu árlega Airwaves partýi í Bláa Lóninu.

Ekki verður selt inn á einstaka viðburði á hátíðinni ef frá eru taldir eftirtaldir tónleikar, og þá aðeins með húsrúm leyfir, forgangur á armbönd:

Tónleikadagskrá á Gauknum miðvikudagskvöldið 17. október
Tónleikadagskrá á NASA miðvikudagskvöldið 17. október
Tónleikadagskrá á Barnum alla helgina
Tónleikadagskrá á sunndeginum 21. október á Gauknum og Organ

Vefur Iceland Airwaves

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup