Ný plata Radiohead, In Rainbows, seldist í 1,2 milljónum eintaka fyrsta útgáfudaginn. Platan kemur eingöngu út á netinu og fólk ræður hvort eða hversu mikið það borgar fyrir niðurhalið.
Hingað til hafa þó nógu margir borgað til þess að sveitin græði miklu meira en Bruce Springsteen, sem á söluhæstu plötuna í almennri sölu vestra um þessar mundir.
Nánar er fjallað um plötuna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.