Friðartónleikum Bryan Adams aflýst

Bryan Adams átti að vera aðalnúmerið á báðum tónleikunum.
Bryan Adams átti að vera aðalnúmerið á báðum tónleikunum. AP

Búið er að aflýsa friðartónleikum sem fram áttu að fara í Ísrael og Palestínu eftir að stuðningsmönnum Palestínu var hótað ofbeldi. Á tónleikunum átti að kalla eftir lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna Frá þessu greindu skipuleggjendur tónleikanna.

Rokkarinn Bryan Adams átti að leika á tvennum tónleikum sem fram áttu að fara samtímis í Tel Aviv í Ísrael og í Jeríkó á Vesturbakkanum þann 18. október nk. Af öryggisástæðum var hætt við tónleikana í Jeríkó í síðustu viku og í gær var ákveðið að hætta alfarið við tónleikana.

Ísraelskir og palestínskir listamenn áttu að troða upp ásamt Adams á tónleikunum.

Sumir Palestínumenn hafa gagnrýnt tónleikana en þeir segja að skipuleggjendur þeirra, One Voice, hafi virt lykilviðhorf Palestínumanna að vettugi, s.s. málefni sem varðar palestínska flóttamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir