Garðar Thor semur um útgáfu víða um heim

Garðar Thor fer í verslanir víða um heim fyrir þessi …
Garðar Thor fer í verslanir víða um heim fyrir þessi jól. mbl.is/Þorkell

Samningar hafa náðst um útgáfu nýjustu plötu Garðars Thors í Mið- og Suður-Ameríku. Believer Music hefur gert samning við SONY BMG í Mexico um útgáfu á plötunni og mun hún koma út fyrir jól í Mexico, Belice, Costa Rica, El Salvador, Guatemala og Honduras. Einnig hafa náðst samningar við Portúgalska plötufyrirtækið Vidisco sem mun gefa plötuna út í Portúgal.

Platan hefur nú þegar verið gefin út á Bretlandi og Íslandi og náð að sögn útgefenda mjög góðum árangri.

„Við erum að vinna í útgáfu samningum á nokkrum markaðssvæðum þessar vikurnar. Mið-Ameríka og Portúgal eru fyrstu samningarnir til undirritunar af nokkrum sem við ætlum okkur að klára fyrir jól. Við erum síðan í viðræðum við Warner Brothers í Skandinavíu og nokkur mismunandi útgáfufyrirtæki fyrir Þýskaland og tengd lönd," sagði Einar Bárðarson hjá Believer Music. „Þetta er búið að vera mikið og spennandi ár hjá Garðari og skemmtilegt að fylgja honum í þessu."

Í fréttatilkynningu frá Einari Bárðarsyni segir að Garðar Thor sé á ferð og flugi þessa daganna. Í Bretlandi er hann í miðri tónleikaferð með Lessley Garret sem hófst á laugardaginn. Hann syngur svo í Singapore í byrjun nóvember en meðal gesta á þeim tónleikum er Tony Blair. Platan er ennþá inná sölulistanum í Bretlandi fyrir sígilda tónlist og á Íslandi er platan ennþá á topp 10 yfir mest seldur plötur landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson