Ian McKellen reiðubúinn að endurtaka hlutverk Gandálfs

McKellen í hlutverki Gandálfs í Hringadróttinssögu.
McKellen í hlutverki Gandálfs í Hringadróttinssögu. Reuters

Breski leikarinn Ian McKellen segist vera reiðbúinn að endurtaka hlutverk sitt sem galdrakarlinn Gandálfur í fyrirhugaðri kvikmynd um Hobbitann, sem byggir á skáldsögu J.R.R. Tolkien.

„Ef ég er enn í fullu fjöri þá er afar líklegt að ég verði beðinn um að gera það,“ sagði hann í samtali við Reuters.

McKellen lék hlutverkið í kvikmyndunum þremur um Hringadróttinssögu og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á galdrakarlinum.

Vegna málaferla sem leikstjórinn Peter Jackson á í við kvikmyndafyrirtækið New Line þá mun hann ekki leikstýra The Hobbit, en hann leikstýrði kvikmyndunum um Hringadróttinssögu.

„Þegar Peter tilkynnti að hann hefði dregið sig út úr The Hobbit þá sendi hann mér tölvupóst þar sem stóð: „Þó að ég ætli ekki að taka þátt í henni þá þýðir það ekki að þú eigir að gera slíkt hið sama,“ sagði McKellen.

„Að sjálfsögðu verður þú að leika Gandálf sama hvort ég leikstýri eður ei.“

McKellen, sem er 68 ára, segist vera ánægður með þá staðreynd að það séu meiri líkur en minni að svo muni verða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar