Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu

Viktoría Svíaprinsessa.
Viktoría Svíaprinsessa. AP

Svíar bíða nú spenntir eftir því að Viktoría krónprinsessa þeirra opinberi trúlofun sína og Daniel Westling, kærasta hennar, til margra ára. Nú hefur hins vegar sænska blaðið Expressen greint frá því að ekki verði af brúðkaupi þeirra á næstunni þar sem danski prinsinn Jóakim hafi nýlega opinberað trúlofun sína og hinnar frönsku Marie Cavallier. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Það kemur ekki til greina að tvö stór brúðkaup verði haldin innan norrænu konungsfölskyldnanna sama sumarið,” segir Sten Hedman, sérfræðingur blaðsins SE&HØR.

„Brúðkaupin myndu skyggja hvort á annað auk þess sem dagskrá hirðanna er svo þétt að það væri hreint ómögulegt að koma tveimur brúðkaupum fyrir á henni.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar