Pitt: Timburmenn og barnauppeldi fara ekki saman

Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum Maddox og …
Brad Pitt og Angelina Jolie með börnum sínum Maddox og Zahara á Indlandi á síðasta ári. Reuters

Kvikmyndaleikarinn Brad Pitt hefur greint frá því að hann hafi dregið stórlega úr áfengisneyslu sinni eftir að hann áttaði sig á því að föðurhlutverkið og áfengisdrykkja færu ekki saman. Þá segir hann timburmenn og barnauppeldi alls ekki fara saman.

„Það er ekki auðvelt að vera góður faðir þegar maður hefur drukkið nokkur glös,” segir hann. „Fyrir um það bil ári hafði ég fengið mér nokkra bjóra þegar dóttir mín Zahara setti upp í sig ísmola sem hafði dottið á gólfið. Hann festist í hálsinum á henni og það gerði útslagið. Maður verður að hafa algera stjórn á hlutunum. Hin vitleysan gengur ekki lengur. Þegar þau vakna um miðjar nætur verður maður að vera með á nótunum,” segir hann í viðtali við blaðið Total Film magazine.

Brad á fjögur börn með sambýliskonu sinni Angelinu Jolie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir