Enright hlaut Booker verðlaunin

Írski rithöfundurinn Anne Enright hlaut hin eftirsóttu Booker verðlaun í …
Írski rithöfundurinn Anne Enright hlaut hin eftirsóttu Booker verðlaun í ár. AP

Írski rithöfundurinn Anne Enright hlaut hin eftirsóttu Booker verðlaun fyrir skáldsögu sína The Gathering sem er óbilgjörn lýsing á erfiðu fjölskyldulífi. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Írskur höfundur hlýtur Booker verðlaunin en John Banville hlaut þau fyrir The Sea 2005.

Enright var ekki talin vera sigurstrangleg áður en verðlaunin voru afhent í Guildhall í London en dómnefndin segir hana hafa ritað kraftmikla, óþægilega og á köflum reiða bók sem beitir öflugu málfari við lýsingu á fjölskyldu sem syrgir bróður sem framdi sjálfsmorð.

Enright hlaut rúmar sex milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

Veðbankar á Englandi höfðu ekki talið hana líklega til að hljóta verðlaunin og buðu upp á vinningshlutföllin 1 á móti 20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir