Kirsten Dunst leikur Debbie Harry

Debbie Harry söngkona Blondie
Debbie Harry söngkona Blondie Reuters

Söngkonan Debbie Harry hefur veitt samþykki sitt fyrir því að leikkonan Kirsten Dunst leiki sig í kvikmynd um hljómsveitina Blondie sem nú er í undirbúningi. Bloggarar eru sagðir hafa brugðist illa við því þegar tilkynnt var að Dunst kæmi til greina í hlutverkið, en hún hefur hingað til verið þekktust fyrir að leika í kvikmyndunum um Kóngulóarmanninn.

Harry segir að hún hafi hitt Dunst og umgengist hana nokkrum sinnum og ber henni vel söguna. „Hún er án vafa fær um að gera hluti sem hún hefur ekki verið enn verið beðin um, og ég held að það væri mjög gott fyrir hana að taka að sér hlutverk sem væri svolítið vinstra megin við miðju."

Það er hinn rómaði leikstjóri Michael Gondry sem hefur tekið að sér að leikstýra myndinni, en undirbúningur að henni er í fullum gangi. Debbie Harry hins vegar er síður en svo sest í helgan stein, en hún er að hefja hljómleikaferðalag til að kynna plötuna Necessary Evil, sem er fyrsta platan í fjórtán ár sem hún gerir ein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar svo að njóta athygli vinnufélaga þinna að þú ert reiðubúinn að leggja ýmislegt á þig. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur að þér og bíddu fram yfir helgi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Colleen Hoover
5
Sofie Sarenbrant