Söngkonan Madonna hefur sagt skilið við Warner Music útgáfufyrirtækið eftir 25 ára samstarf og undirritað nýjan samning við Live Nation. Sá samningur þykir óvenjulegur að því leyti að í honum felst að útgáfan eignast réttindi að öllu sem tengist tónlistarsköpun stjörnunnar en ekki bara plötuútgáfu hennar.
Það er að segja, tónleikaferðalögum hennar, söluvarningi, vefsíðum, mynddiskum, kostunaraðlinum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og svo framvegis.
Á fréttavef BBC kemur fram að samningurinn sem er til 10 ára hljóði upp á 7,3 milljarða íslenskra króna eða 120 milljónir Bandaríkjadala.
Madonna hefur verið hjá Warner frá upphafi og selt um 200 milljón hljómplötur og geisladiska á ferlinum.