George Lucas vinnur að gerð Stjörnustríðsþátta

George Lucas.
George Lucas. AP

Maðurinn á bak við Stjörnustríðssagnabálkinn, George Lucas, segist vera að undirbúa leikna þætti sem byggja á geimævintýrinu. Það skal hinsvegar tekið fram að aðdáendur Stjörnustríðs eiga ekki gera væntingar til þess að söguhetjurnar úr myndunum frægu, t.d.þeir feðgar Logi Geimgengill og Svarthöfði, muni koma fram í þáttunum.

„Þetta fjallar um minniháttar persónur,“ sagði Lucas í samtali við bandaríska dagblaðið Los Angeles Times. „Þetta er allt annað dæmi. En þetta er góð hugmynd og það verður mjög skemmtilegt að gera þetta,“ sagði hann.

LucasFilm, kvikmyndafyrirtæki leikstjórans, vinnur nú einnig að gerð teiknimyndaþátta sem tengjast Clone Wars stuttmyndunum.

Teiknimyndirnar, sem eru hálftími að lengd, gerast á milli þeirra atburða sem lýst er í kvikmyndunum Attack of the Clones og Revenge of the Sith.

Leiknu þættirnir munu gerast í Stjörnustríðsheiminum en Skywalker-fjölskyldan mun ekki koma fram í henni líkt og áður hafði verið ýjað að.

Svarthöfði og aðdáendur hans eru eflaust svekktir yfir því að …
Svarthöfði og aðdáendur hans eru eflaust svekktir yfir því að hann muni ekki koma fram í þáttunum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir