Britney Spears fær ekki að hitta börn sín

Britney Spears og Kevin Federline meðan allt lék í lyndi
Britney Spears og Kevin Federline meðan allt lék í lyndi AP

Söngkonan Britney Spears á ekki sjö daganna sæla þótt tónlistarferill hennar virðist aftur kominn á beinu brautina í bili. Dómari í Los Angeles dæmdi í dag að söngkonan fái ekki að hitta börn sín fyrr en hún hefur farið að skilyrðum dómstóla varðandi umgengnisréttinn.

Ekki er ljóst hvaða skilyrði það eru sem Britney Spears hefur ekki farið eftir, en þegar hún missti forræðið yfir börnum sínum fyrr í haust var henni gert að gangast reglulega undir lyfjapróf og var henni eingöngu heimilt að hitta börn sín undir eftirliti ráðgjafa.

Fyrrum eiginmaður Spears, Kevin Federline, fer nú með forræðið yfir börnunum Sean Preston og Jayden James, en þeim skötuhjúum var báðum gert að vera allsgáð í návist barnanna. Spears og Federline hafa staðið í hatrammri forræðisbaráttu en lögfræðingar þeirra hafa ekki viljað tjá sig um þessar nýjustu fregnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir