Amy Winehouse handtekin í Noregi

Amy Winehouse er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Amy Winehouse er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu. Reuters

Söngkonan Amy Winehouse var handtekin í Noregi og þurfti hún að gista á bak við lás og slá í nótt fyrir að hafa haft kannabis í fórum sínum.

Winehouse var sleppt í morgun eftir að hún greiddi 500 evrur í sekt (rúmar 40.000 kr.) að sögn yfirvalda.

Hún ásamt eiginmanni sínum, Blake Fielder-Civil, auk þriðja aðila voru handtekin á hóteli í Björgvin eftir að sjö grömm af kannabis fundust á þeim.

Winehouse á að halda tónleika í borginni í kvöld og á morgun mun hún leika í Ósló. Í framhaldinu mun hún fara til Hollands þar sem Evróputónleikaferð hennar mun halda áfram.

Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka