Amy Winehouse handtekin í Noregi

Amy Winehouse er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu.
Amy Winehouse er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu. Reuters

Söngkonan Amy Winehouse var handtekin í Noregi og þurfti hún að gista á bak við lás og slá í nótt fyrir að hafa haft kannabis í fórum sínum.

Winehouse var sleppt í morgun eftir að hún greiddi 500 evrur í sekt (rúmar 40.000 kr.) að sögn yfirvalda.

Hún ásamt eiginmanni sínum, Blake Fielder-Civil, auk þriðja aðila voru handtekin á hóteli í Björgvin eftir að sjö grömm af kannabis fundust á þeim.

Winehouse á að halda tónleika í borginni í kvöld og á morgun mun hún leika í Ósló. Í framhaldinu mun hún fara til Hollands þar sem Evróputónleikaferð hennar mun halda áfram.

Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir