Britney með lag um hjónabandsraunir sínar

Britney Spears og Kevin Federline.
Britney Spears og Kevin Federline. AP

Britney Spears hefur samið lag um misheppnað hjónaband hennar og Kevin Federline. Nefnist lagið „Why Should I Be Sad". Í laginu segir hún meðal annars frá ást eiginmannsins fyrrverandi á spilavítum.

Í tímaritinu People er haft eftir heimildarmanni að lagið sé um samband Spears og Federline þegar þau voru enn gift. Þar sem hún var heima með börnin á meðan hann stundaði næturlífið. Meðhöfundur lagsins, Pharrell Williams, sem einnig vann að nýjustu plötu Spears, Blackout, staðfestir að hegðun söngkonunnar að undanförnu sé stjórnlaus en óskar henni alls hins besta. Segir hann Spears vera góða manneskju sem hafi verið undir miklum þrýstingi og tekið rangar ákvarðanir í lífinu þess vegna.

Blackout kemur út í lok október og er lagið um samband þeirra að finna á henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar