FBI gerði húsleit hjá heimsþekktum sjónhverfingamanni

David Copperfield.
David Copperfield. AP

Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, gerðu húsleit í geymsluhúsnæði í eigu bandaríska sjónhverfingamannsins Davids Copperfields. Lögðu lögreglumenn hald á nærri 2 milljónir dala í reiðufé, harða tölvudiska og minniskubb úr myndavél.

Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar KLAS í Las Vegas, tengist húsleitin í borginni rannsókn sem hófst í Washingtonríki. Lögreglumenn leituðu einnig að gögnum í hóteli og spilavíti í Las Vegas þar sem Copperfield kemur oft fram.

Alríkislögreglan hefur ekki upplýst að hverju verið sé að leita.

Copperfield, sem er 51 árs að aldri, þénaði 57 milljónir dala á árinu 2005, að sögn tímaritsins Forbes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan