FBI gerði húsleit hjá heimsþekktum sjónhverfingamanni

David Copperfield.
David Copperfield. AP

Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, gerðu húsleit í geymsluhúsnæði í eigu bandaríska sjónhverfingamannsins Davids Copperfields. Lögðu lögreglumenn hald á nærri 2 milljónir dala í reiðufé, harða tölvudiska og minniskubb úr myndavél.

Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar KLAS í Las Vegas, tengist húsleitin í borginni rannsókn sem hófst í Washingtonríki. Lögreglumenn leituðu einnig að gögnum í hóteli og spilavíti í Las Vegas þar sem Copperfield kemur oft fram.

Alríkislögreglan hefur ekki upplýst að hverju verið sé að leita.

Copperfield, sem er 51 árs að aldri, þénaði 57 milljónir dala á árinu 2005, að sögn tímaritsins Forbes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir