Hljómsveitin Bloodgroup semur um stafræna dreifingu

Hljómsveitin Bloodgroup sér ekki ástæðu til að leita á náðir …
Hljómsveitin Bloodgroup sér ekki ástæðu til að leita á náðir hefðbundinna útgáfufyrirtækja mbl.is

Íslenska hljóm­sveit­in Blood­group skrifaði í dag und­ir samn­ing við bresku út­gáf­una AWAL (Art­ists Wit­hout A Label), sem m.a. gef­ur út sveit­irn­ar Arctic Mon­keys, The Klaxons og Ed­itors. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér dreif­ingu í öll­um iTu­nes versl­un­um og kem­ur fyrsta plata sveit­ar­inn­ar, „Sticky Situati­on" út er­lend­is þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi, sama dag og geisla­plat­an kem­ur út hér­lend­is.

AWAL gef­ur ein­göngu út á sta­f­rænu sniði og halda höf­und­ar eft­ir öll­um rétt­ind­um sín­um og 85% af þeim tekj­um sem fást með sta­f­rænu út­gáf­unni. Útgáf­an er tíu ára göm­ul og hef­ur á sín­um snær­um um 1.500 lista­menn, þar á meðal mjög þekkt nöfn á borð við Arctic Mon­keys, The Klaxons, Ed­itors og dönsku söng­kon­una Tinu Dico.

Denzyl Feig­el­son, einn stofn­enda út­gáf­unn­ar seg­ir að hann hafi hrif­ist af laga­smíðum sveit­ar­inn­ar og orku. „Þau eru að gera allt rétt, ég sá þau spila á miðviku­dags­kvöldið, meira að segja fólk úr brans­an­um klappaði og öskraði, og þá er mikið sagt."

Feig­el­son seg­ir að AWAL byggi að miklu leyti á því að hljóm­sveit­ir kynni sig sjálf­ar en að fyr­ir­tækið hjálpi þeim við að mynda ramma utan um kynn­ing­ar­mál­in, farið verði yfir mál­in með Blood­group og þeim svo hjálpað við næstu skref.

Hall­ur Jóns­son, einn meðlima Blood­group, seg­ir að sér lít­ist vel á samn­ing­inn, en að hlut­irn­ir hafi gerst hratt. Hljóm­sveit­in hafi hitt Feig­el­son á tón­leik­um á miðviku­dag­inn og aft­ur í gær­kvöldi, samn­ing­ur­inn hafi svo verið und­ir­ritaður í morg­un.

Hall­ur seg­ir út­gáf­una henta sveit­inni vel og að með tím­an­um hafi þau kom­ist að þeirri niður­stöðu að óþarfi sé að fá hefðbundn­ar út­gáf­ur til að taka að sér út­gáfu­mál­in þótt þeim hafi vissu­lega borist til­boð frá út­gáf­um hér­lend­is. Hljóm­sveit­in gef­ur sjálf út „Sticky Situati­ons" hér á landi. „Við bara sjá­um ekki ástæðu til þess, við höf­um verið dug­leg sjálf og telj­um okk­ur ekki þurfa að leita á náðir út­gáfu­fyr­ir­tækja, hugs­an­lega verðum við svo löt seinna og lát­um þá aðra sjá um þetta fyr­ir okk­ur."

Blood­group leik­ur á Airwaves hátíðinni í kvöld á Nasa við Aust­ur­völl klukk­an 20:45.

Blood­group á MySpace

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son