Hljómsveitin Bloodgroup semur um stafræna dreifingu

Hljómsveitin Bloodgroup sér ekki ástæðu til að leita á náðir …
Hljómsveitin Bloodgroup sér ekki ástæðu til að leita á náðir hefðbundinna útgáfufyrirtækja mbl.is

Íslenska hljómsveitin Bloodgroup skrifaði í dag undir samning við bresku útgáfuna AWAL (Artists Without A Label), sem m.a. gefur út sveitirnar Arctic Monkeys, The Klaxons og Editors. Samningurinn felur í sér dreifingu í öllum iTunes verslunum og kemur fyrsta plata sveitarinnar, „Sticky Situation" út erlendis þann 1. nóvember næstkomandi, sama dag og geislaplatan kemur út hérlendis.

AWAL gefur eingöngu út á stafrænu sniði og halda höfundar eftir öllum réttindum sínum og 85% af þeim tekjum sem fást með stafrænu útgáfunni. Útgáfan er tíu ára gömul og hefur á sínum snærum um 1.500 listamenn, þar á meðal mjög þekkt nöfn á borð við Arctic Monkeys, The Klaxons, Editors og dönsku söngkonuna Tinu Dico.

Denzyl Feigelson, einn stofnenda útgáfunnar segir að hann hafi hrifist af lagasmíðum sveitarinnar og orku. „Þau eru að gera allt rétt, ég sá þau spila á miðvikudagskvöldið, meira að segja fólk úr bransanum klappaði og öskraði, og þá er mikið sagt."

Feigelson segir að AWAL byggi að miklu leyti á því að hljómsveitir kynni sig sjálfar en að fyrirtækið hjálpi þeim við að mynda ramma utan um kynningarmálin, farið verði yfir málin með Bloodgroup og þeim svo hjálpað við næstu skref.

Hallur Jónsson, einn meðlima Bloodgroup, segir að sér lítist vel á samninginn, en að hlutirnir hafi gerst hratt. Hljómsveitin hafi hitt Feigelson á tónleikum á miðvikudaginn og aftur í gærkvöldi, samningurinn hafi svo verið undirritaður í morgun.

Hallur segir útgáfuna henta sveitinni vel og að með tímanum hafi þau komist að þeirri niðurstöðu að óþarfi sé að fá hefðbundnar útgáfur til að taka að sér útgáfumálin þótt þeim hafi vissulega borist tilboð frá útgáfum hérlendis. Hljómsveitin gefur sjálf út „Sticky Situations" hér á landi. „Við bara sjáum ekki ástæðu til þess, við höfum verið dugleg sjálf og teljum okkur ekki þurfa að leita á náðir útgáfufyrirtækja, hugsanlega verðum við svo löt seinna og látum þá aðra sjá um þetta fyrir okkur."

Bloodgroup leikur á Airwaves hátíðinni í kvöld á Nasa við Austurvöll klukkan 20:45.

Bloodgroup á MySpace

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup