Skrifa fyrir dýrin

„Mér finnst skemmti­leg­ast að leika mér með leik­föng­in mín og á ég al­veg hell­ing af þeim, fara í labbit­úra, fara á opið svæði og hlaupa og hlaupa eins og ég get og leika við alla skemmti­legu vini mína. Þetta er skrifað fyr­ir hönd Akki­les­ar sem er fimm ára gam­all dalma­tíu hund­ur en eig­andi hans held­ur úti heimasíðu hunds­ins á Dýralandi.is.

Á vefsíðunni halda dýra­eig­end­ur úti síðum um gælu­dýr­in sín, líkt og nafnið gef­ur til kynna, en síðunni svip­ar mjög til Barna­lands þar sem fólk birt­ir mynd­ir af börn­un­um sín­um og seg­ir frá því sem á daga þeirra dríf­ur. Oft­ar en ekki set­ur fólk sig í hlut­verk barns­ins og ljær því rödd sína og hið sama virðist vera upp á ten­ingn­um á Dýralandi þar sem eig­end­ur segja frá gælu­dýr­inu í fyrstu per­sónu eins og eig­andi Snúlla ger­ir en Snúlli er þriggja ára gam­all fress sem á dótt­ur­ina Lady.

„Ann­ars er allt gott að frétta af mér Snúlla og dótt­ur minni henni Lady. Við erum búin að vera að leika okk­ur sam­an og borða sam­an í þvotta­hús­inu. Stund­um er ég Snúlli voðal­ega pabba­leg­ur og fer að þvo henni Lady og henni lík­ar það bara voðal­ega vel. Svo er ég líka voðal­ega mikið úti að leika mér."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir