Skrifa fyrir dýrin

„Mér finnst skemmtilegast að leika mér með leikföngin mín og á ég alveg helling af þeim, fara í labbitúra, fara á opið svæði og hlaupa og hlaupa eins og ég get og leika við alla skemmtilegu vini mína. Þetta er skrifað fyrir hönd Akkilesar sem er fimm ára gamall dalmatíu hundur en eigandi hans heldur úti heimasíðu hundsins á Dýralandi.is.

Á vefsíðunni halda dýraeigendur úti síðum um gæludýrin sín, líkt og nafnið gefur til kynna, en síðunni svipar mjög til Barnalands þar sem fólk birtir myndir af börnunum sínum og segir frá því sem á daga þeirra drífur. Oftar en ekki setur fólk sig í hlutverk barnsins og ljær því rödd sína og hið sama virðist vera upp á teningnum á Dýralandi þar sem eigendur segja frá gæludýrinu í fyrstu persónu eins og eigandi Snúlla gerir en Snúlli er þriggja ára gamall fress sem á dótturina Lady.

„Annars er allt gott að frétta af mér Snúlla og dóttur minni henni Lady. Við erum búin að vera að leika okkur saman og borða saman í þvottahúsinu. Stundum er ég Snúlli voðalega pabbalegur og fer að þvo henni Lady og henni líkar það bara voðalega vel. Svo er ég líka voðalega mikið úti að leika mér."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup