Bretar verða óvinsælli við nánari kynni

Stuðningsmenn breska knattspyrnulandsliðsins.
Stuðningsmenn breska knattspyrnulandsliðsins. Reuters

Niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í Evrópu sýna að almennt líkar fólki af ólíku þjóðerni betur við hvert annað eftir að það kynnist betur, en Bretar eru undantekning frá þessari reglu. Við nánari kynni af þeim minnkuðu vinsældir þeirra. Það var evrópska hugveitan Notre Europe sem kannaði þetta mál.

Rúmlega 360 Evrópubúar frá öllum 27 aðildarríkjum ESB voru fengnir til Brussel um síðustu helgi þar sem þeir voru spurðir spjörunum úr um viðhorf þeirra til hinna aðskiljanlegustu málefna fyrir og eftir samkomuna, þ.á m. hvort þeim líkaði vel eða illa við Þjóðverja, Frakka, Pólvejar, Ítali, Breta og Spánverja.

Spánverjar reyndust njóta mestrar hylli, en 78,6% þátttaeknda sögðu að sér líkaði vel við þá. Pólverjar nutu aftur á móti minnstrar hylli, eða 67%.

En vinsældir allra þjóðanna voru meiri eftir samkomuna en fyrir hana, nema hvað Breta varðaði. Í upphafi sögðust 70,3% kunna vel við þá, en 68,1% sögðu að sér líkaði við þá eftir samkomuna.

Aðferðina sem notuð var við könnunina þróaði James Fiskin, prófessor við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum, en hann sagði ástæðu til að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Ekki mætti álykta afdráttarlaust að fólki líkaði almennt illa við Breta. En niðurstöðurnar væru "eins og þær eru."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar