Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður"

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, upplýsti í gærkvöldi að ein aðalpersónan í bókunum, galdrameistarinn Albus Dumbledore, væri samkynhneigð. Greindi hún frá þessu eftir að hafa lesið úr nýjustu bókinni fyrir fullu húsi í Carnegie Hall í New York.

Einn áheyrendanna spurði hvort Dumbledore tækist að "finna sanna ást," og svaraði Rowling þá: "Dumbledore er samkynhneigður." Áheyrendur gripu í fyrstu andann á lofti, en síðan var klappað.

Rowling sagði ennfremur að Dumbledor hefði verið skotinn í einum helsta andstæðingi sínum, Gellert Grindelwald, sem hann sigraði fyrir löngu síðan í baráttu góðra og vondra galdramanna.

"Ástin getur blindað mann," sagði Rowling, og bætti því við, að Dumbledore hefði verið svikinn, og að ást hans á Grindewald hefði verið mikill harmleikur.

Rowling áritar nýjustu bókina í New Orleans í fyrradag.
Rowling áritar nýjustu bókina í New Orleans í fyrradag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar