Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður"

00:00
00:00

J.K. Rowl­ing, höf­und­ur Harry Potter-bók­anna, upp­lýsti í gær­kvöldi að ein aðal­per­són­an í bók­un­um, galdra­meist­ar­inn Al­bus Dumbledore, væri sam­kyn­hneigð. Greindi hún frá þessu eft­ir að hafa lesið úr nýj­ustu bók­inni fyr­ir fullu húsi í Car­negie Hall í New York.

Einn áheyr­end­anna spurði hvort Dumbledore tæk­ist að "finna sanna ást," og svaraði Rowl­ing þá: "Dumbledore er sam­kyn­hneigður." Áheyr­end­ur gripu í fyrstu and­ann á lofti, en síðan var klappað.

Rowl­ing sagði enn­frem­ur að Dumbledor hefði verið skot­inn í ein­um helsta and­stæðingi sín­um, Gell­ert Grindelwald, sem hann sigraði fyr­ir löngu síðan í bar­áttu góðra og vondra galdra­manna.

"Ástin get­ur blindað mann," sagði Rowl­ing, og bætti því við, að Dumbledore hefði verið svik­inn, og að ást hans á Grindewald hefði verið mik­ill harm­leik­ur.

Rowling áritar nýjustu bókina í New Orleans í fyrradag.
Rowl­ing árit­ar nýj­ustu bók­ina í New Or­le­ans í fyrra­dag. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka