Brúðhjón í mál við blómasala

Nýgift brúðhjón í New York hafa höfðað mál á hendur blómasalanum sem sá um skreytingar í giftingarveislunni þeirra, og krefja hann um 400.000 dollara í skaðabætur. Í málsskjölum segir að blómin frá honum hafi verið fölnuð og ekki í réttum litum. Svo vill til að brúðurin er lögmaður.

Meðal þess sem vakti reiði brúðarinnar og lögmannsins Elönu Glatt voru ódýrari orkídeur en um hafði verið samið í sjálfum brúðarvendinum, að því er The New York Times greinir frá.

Þá kvartaði hún einnig yfir því að skreytingum sem blómasalinn rukkaði um 60 dollara fyrir hafi verið rósir sem fáist á fimm dollara hjá hvaða götusala sem er.

Þá hafi blómavasar verið rykugir og ekkert vatn í þeim.

En verst af öllu þótti Glatt, að blómasalinn, Stamos Arakas, hafði notað pastelbleikar og -grænar hortensíur í staðinn fyrir ryðrauðu og grænu blómin sem hún hafði valið í borðskreytingu.

Í málshöfðuninni segir að þessir pastellitir hafi breytt miklu um heildarsvip salarins og ekki verið í neinu samræmi við það sem málshöfðendur hafi vænst.

Glatt segir tengdamóður sína hafa greitt blómaskreytingarnar fyrirfram, og hafi þær kostað yfir 27.000 dollara.

Blómasalinn sagði í samtali við The New York Times að brúðurin og lögmaðurinn hefði sent sér nokkra tölvupósta og krafist 4.000 dollara endurgreiðslu, áður en hún hafi höfðað málið. En póstarnir hafi verið svo dónalegir að honum hafi ekki dottið í hug að svara þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan