Houston snýr aftur

Whitney Houston
Whitney Houston FRED PROUSER

Söngkonan Whitney Houston kom á óvart þegar hún mætti í Swarovski Fashion Rocks-góðgerðarpartí á fimmtudagskvöldið síðasta.

Gestir horfðu með aðdáun á stjörnuna þegar hún kom fram á sviðinu í Albert Hall í London í flottum Valentino-kjól til að kynna eina af tískusýningum kvöldsins. Haft var á orði að hún hefði ekki litið eins vel út lengi.

Houston hefur barist lengi við fíkniefnadjöfulinn en hún skildi við vandræðagemsann Bobby Brown fyrr á þessu ári.

Þegar dívan mætti á rauða dregilinn sagði hún: "Ég veit að það hefur verið sagt áður en ég vil segja það aftur – takk fyrir stuðninginn og já, ég mun alltaf elska ykkur."

Það voru Uma Thurman og Samuel L. Jackson sem tóku á móti gestum í veisluna sem var haldin til styrktar góðgerðarsjóði Karls Bretaprins.

Fram komu m.a. Dame Shirley Bassey, Alicia Keys, Lily Allen, Joss Stone og Timbaland. Sýnd voru föt frá merkjum eins og Burberry, Calvin Klein, Chanel, Gucci, Stellu McCartney og Yves Saint-Laurent.

Auk Houston létu sjá sig stjörnur á borð við Gwyneth Paltrow, Claudiu Schiffer, Naomi Watts og Kate Moss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir