Hryllingsmyndin 30 Days of Night var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina en myndin halaði 16 milljónum dala í kassann. Kvikmyndin Tyler Perry's Why Did I Get Married? var í öðru sæti yfir vinsælustu myndir helgarinnar í Bandaríkjunum og Kanada en hún skilaði 12,1 milljón dala í kassann en myndin var sú vinsælasta helgina á undan.
1. 30 Days of Night, 16 milljónir dala
2. Tyler Perry's Why Did I Get Married?, 12,1 milljón dala
3. The Game Plan, 8,1 milljón dala
4. Michael Clayton, 7,1 milljón dala
5. Gone Baby Gone, 6 milljónir dala
6. The Comebacks, 5,85 milljónir dala
7. We Own the Night, 5,5 milljónir dala
8. Tim Burton's the Nightmare Before Christmas, 5,1 milljón dala
9. Rendition, 4,2 milljónir dala
10. The Heartbreak Kid, 3,9 milljónir dala