Sænska söngkonan Carola Häggkvist, sem m.a. hefur tekið þrívegis þátt í Eurovision söngvakeppninni fyrir hönd Svía, mun koma fram á jólatónleikum í Grafarvogskirkju 20. desember, að því er kemur fram á heimasíðu söngkonunnar.
Carola mun fara í tónleikaferð um Norðurlöndin í nóvember og desember og syngja jólalög og fylgja þannig eftir jólaplötu sem hún ætlar að senda frá sér um miðjan nóvember.
Þá mun Carola koma fram á fernum jólatónleikum í Stokkhólmi og Gautaborg með bandarísku leik- og söngkonunni Lizu Minnelly.