Verið er að reisa hús í Suður-Kóreu, sem er í laginu eins og risavaxið salerni. Húsið, sem prýðir umhverfið í Suwon, suður af Seoul, á að verða gististaður fyrir ríkt fólk og mun gisting kosta jafnvirði 3 milljóna króna á nóttu.
Húsinu er ætlað að afla fjár fyrir samtök, sem hafa það að markmiði að bæta hreinlætisaðstöðu í þróunarríkjum. Húsið verður tekið í notkun eftir mánuð um leið og fyrsti ársfundur alþjóðsamtaka salernisframleiðenda verður haldinn í Seoul.