Pavarotti var orðinn stórskuldugur þegar hann dó

Luciano Pavarotti og Nicoletta Mantovani gengu í hjónaband árið 2003.
Luciano Pavarotti og Nicoletta Mantovani gengu í hjónaband árið 2003. AP

Stórtenórinn Luciano Pavarotti skuldaði átján milljónir evra, sem svarar 1,5 milljörðum króna, þegar hann lést, að sögn ítalska dagblaðsins La Repubblica á laugardag. Blaðið hafði eftir lögfræðingi Nicolettu Montovani, síðari eiginkonu Pavarottis, að hann hefði safnað miklum skuldum síðustu árin vegna minni tekna og dýrrar sjúkrahúsvistar.

Montovani, sem er móðir einnar af dætrum Pavarottis, Alice, fær samt peninga úr sjóði í umsjá fjárhaldsmanns samkvæmt síðustu erfðaskrá söngvarans. Sjóðnum tilheyra allar eignir Pavarottis í Bandaríkjunum, meðal annars þrjár íbúðir og nokkur málverk. Eru þær metnar á 15 milljónir evra, sem svarar 1,3 milljörðum króna.

Þrjár dætur Pavarottis frá fyrra hjónabandi fá ekkert úr sjóðnum. Þær erfa hins vegar einbýlishús í Pesaro, við Adríahaf, og íbúð í Monte Carlo sem þær eiga að deila með Montovani. Lögfræðingar hennar og dætra Pavarottis hafa neitað því að komið hafi upp deila um erfðaskrána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach