Ýmislegt gekk á við upptökur á Kryddstúlkumyndbandi

Kryddstúlkurnar fimm sem munu nú birtast aftur á sviðum tónleikahalla.
Kryddstúlkurnar fimm sem munu nú birtast aftur á sviðum tónleikahalla. Reuters

Ýmislegt mun hafa gengið á þegar Kryddstúlkurnar komu saman í Lundúnum sl. föstudag til að taka upp myndband við væntanlegt lag þeirra, „Headlines (Friendship Never Ends)". Emma Bunton brast í grát, Geri Halliwell var í stöðugri hugleiðslu, Mel B., sem kom fljúgandi frá Los Angeles um morguninn, kvartaði stöðugt um flugþreytu og Mel C. hafði ýmislegt að athuga við það hve lengi kvikmyndatakan stóð.

Victoria Beckham, sem einnig kom frá Los Angeles, mun einnig hafa haft sérstakan aðstoðarmann með sér sem fylgdi henni hvert fótmál með ávexti og kampavín.

Að sögn breskra fjölmiðla var myndbandið tekið upp í Pinewood kvikmyndaverinu í Lundúnum en þær Kryddstúlkur ætla að gefa út nýja plötu í nóvember og fara í tónleikaferð.

Upptökurnar stóðu til klukkan 3 um nóttina. „Það urðu miklar tafir. Leikstjórinn reif í hár sér og hótaði að ganga á dyr. Stúlkurnar voru afar þreyttar og Emma grét vegna þess að upptökurnar héldu áfram endalaust. Geri hægði stöðugt á öllu með því að fara í hugleiðslu og fremja ýmsar undarlegar andlegar kúnstir. Þetta var alveg eins og í gamla daga nema sjálfálitið hefur vaxið til muna," er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup