Kidman bætir á sig

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. AP

Ástralska leikkonan Nicole Kidman hámar nú í sig súkkulaði og pasta til að ná upp holdum fyrir næstu mynd sína.

Hin fjörutíu ára stjarna fer með hlutverk miðaldra konu í myndinni The Reader sem er byggð á þýskri metsölubók um afleiðingar helfararinnar í seinni heimsstyrjöldinni.

Kidman kveðst borða fjórar kaloríuríkar máltíðir á dag, sem samanstanda m.a. af búðingum, próteinhristingum og kolvetnisríkum mat.

Vinur leikkonunnar segir; „Þetta er mjög kröfuhart hlutverk, það er mikið af ástarsenum og myndin gerist á löngu tímabili svo persóna hennar breytist mikið."

Kidman hafði fyrst í huga að láta brellumeistara gera sig feita en þegar leikstjórinn Stephan Daldry sagði að það yrði raunverulegra ef hún bætti sjálf á sig ákvað hún að gera það. Kidman mun leika nasista sem er vörður í fangabúðum og fer að halda framhjá með unglingsstrák, seinna er hún dregin fyrir rétt fyrir herglæpi.

„Maður er ekki vanur að sjá hana háma í sig stóran disk af pasta með brauði og fá sér síðan eftirmat," sagði vinur Kidman.

Sagt er að Kidman líti mikið betur út eftir að hún bætti á sig, m.a. sé hún komin með barm.

„Nicole er mjög hrifin af hinum nýja barmi, en henni finnst að með því að borða svona mikið verði hún sljóari."

Kidman er ekki eina leikkonan sem hefur bætt á sig fyrir hlutverk. Renée Zellweger fór úr fatastærð sex í stærð fjórtán fyrir hlutverk sitt sem Bridget Jones.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar