Rowling hissa á miklum viðbrögðum við fregnum um samkynhneigð Dumbledores

Rowling áritar nýjustu bókina í New Orleans í síðustu viku.
Rowling áritar nýjustu bókina í New Orleans í síðustu viku. AP

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sagðist í dag vera undrandi á því hversu mikil viðbrögð hafi orðið við þeirri yfirlýsingu hennar að Albus Dumbledore, ein aðalpersónan í bókunum, væri samkynhneigður.

„Mér hefur svo sannarlega aldrei þótt merkilegt að hugaður og snjall karlmaður elski aðra karlmenn,“ sagði Rowling á fréttamannafundi í Toronto í dag, þar sem hún er stödd á bókmenntahátíð.

Viðbrögðin við fregnunum um samkynhneigð Dumbledores hafa eiginlega öll verið jákvæð á vefjum aðdáenda, eins og til dæmis The Leaky Cauldron, þar sem yfir þrjú þúsund athugasemdir hafa verið gerðar við fréttina um tilkynningu Rowlings.

Hún sagði í dag að hún hefði ekki greint frá því fyrr að Dumbledore væri samkynhneigður, vegna þess að hún hefði aldrei áður verið spurð beinlínis að því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup