Howard K Stern, lögfræðingur og unnusti bandarísku fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í febrúar á þessu ári, hefur lagt fram formlega kröfu um 6% af hugsanlegum arfi Smith eftir olíubaróninn J Howard Marshall II, fyrrum eiginmann hennar.
Smith hafði áratugum saman barist við fjölskyldu Marshalls um arf eftir hann er hún lést en dánarbú hans er metið á um 31 milljarð íslenskra króna.
Stern barðist fyrr á þessu ári fyrir því að verða úrskurðaður faðir Dannielynn, dóttur Smith, en erfðaefnisrannsókn leiddi síðan í ljós að hún er dóttir ljósmyndarans Larry Birkhead og var honum í kjölfarið dæmt forræði yfir henni.