Stern krefst hluta af arfi Önnu Nicole

Anna Nicole með Howard K. Stern.
Anna Nicole með Howard K. Stern. AP

Howard K Stern, lögfræðingur og unnusti bandarísku fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í febrúar á þessu ári, hefur lagt fram formlega kröfu um 6% af hugsanlegum arfi Smith eftir olíubaróninn J Howard Marshall II, fyrrum eiginmann hennar.

Smith hafði áratugum saman barist við fjölskyldu Marshalls um arf eftir hann er hún lést en dánarbú hans er metið á um 31 milljarð íslenskra króna.

Stern barðist fyrr á þessu ári fyrir því að verða úrskurðaður faðir Dannielynn, dóttur Smith, en erfðaefnisrannsókn leiddi síðan í ljós að hún er dóttir ljósmyndarans Larry Birkhead og var honum í kjölfarið dæmt forræði yfir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir