Ísland í Grey's Anatomy þættinum

mbl.is/Ómar

Nýlega hófust sýningar á fjórðu þáttaröð Grey's Anatomy hjá ABC Prime Time sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í þættinum í síðustu viku bar Ísland á góma þar sem dauðvona sjúklingur á þann draum að eyða síðustu stundunum á Íslandi.

Í fréttabréfi Ferðamálastofu kemur fram að í umræddum þætti fær kona sem er sjúklingur spítalans, sem þættirnir fjalla um, þær fréttir að hún eigi aðeins stuttan tíma eftir á lífi og ákveður að eyða honum á Íslandi „þar sem sólin sest aldrei”. Seinna í þættinum kemur hins vegar í ljós að sjúkdómsgreiningin átti við allt annan sjúkling og viðkomandi er alls ekki dauðvona. En í stað þess að lögsækja sjúkrahúsið fellst konan á að fá þriggja herberja íbúð í Reykjavík í skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir