Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis

"Það er alltaf gaman að hafa vini sína nálægt sér," segir Magni Ásgeirsson, en hann og félagar hans í hljómsveitinni Á móti sól vinna nú að því að fá vini sína og félaga til að flytja til Hveragerðis. Þrír af fimm meðlimum hljómsveitarinnar búa þar í dag. Magni er myrkur í máli þegar blaðamaður spyr hvaða menn hafi sýnt bón hljómsveitarinnar áhuga. "Ég vil ekki setja mikla pressu á konurnar þeirra," segir hann og hlær. "En það eru stjórnendur morgunþátta í útvarpi, trommarar í hinum og þessum hljómsveitum og menn sem standa okkur nærri. Menn eiga það til að koma í sunnudagskaffi og vilja ekki fara strax aftur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir