"Þetta er blóð sem hann mallaði hann Jónas Val. Þetta var reyndar helvíti gott á bragðið - unnið úr sírópi og matarlit og einhverju dóti. Mjög mikið sælgæti," segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, um blóðið sem þekur hann á nýjum myndum á vefsíðu hans. "Á myndunum sést Mugison ýmist limlestur eða með kontrabassagervifót. Þá er mynd af honum með hljóðnema í stað handar og á flestum myndunum er hann þakinn blóði." Nýjasta breiðskífa Mugisons, Mugiboogie, kemur út á fimmtudag, en myndirnar má finna á Mugison.com.