Heidi heillaðist af „pakkanum“ á Seal

Heidi og Seal í Þýskalandi í síðasta mánuði.
Heidi og Seal í Þýskalandi í síðasta mánuði. AP

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum heillaðist af núverandi eiginmanni sínum, breska söngvaranum Seal, eftir að hún sá hversu mjög hann var vaxinn niður. Þau hittust fyrst árið 2004 og hún varð strax hrifin af honum vegna þess að hann var í þröngum stuttbuxum.

Heidi sagði í þætti Oprah Winfrey: „Ég hitti hann í hótelandyri í New York og hann var að koma úr ræktinni og ég hugsaði bara: Vá! Hann var í hljólabuxum sem leyndu engu. Ég sá allan pakkann.“

Þau gengu í það heilaga árið eftir og eiga nú tvo stráka saman, Henry, sem er tveggja ára, og Johan, sem er 11 mánaða. Heidi á að auki þriggja ára dóttur, Leni, frá fyrra sambandi sínu við Formúlu 1-stjórann Flavio Briatore.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar