Hárlokkur af Che seldist fyrir 7,3 milljónir króna

Hárlokkurinn dýri.
Hárlokkurinn dýri. Reuters

Átta senti­metra lang­ur hár­lokk­ur, sem starfsmaður banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA klippti af höfði bylt­ing­ar­leiðtog­ans Che Gu­evara eft­ir að hann var tek­inn af lífi í Bóli­víu árið 1967, reynd­ist góð fjár­fest­ing en lokk­ur­inn var í gær­kvöldi seld­ur á upp­boði í Texas í Banda­ríkj­un­um fyr­ir 119.500 dali, jafn­v­irði tæp­lega 7,3 millj­óna króna.

Kaup­and­inn var Bill Butler, sem rek­ur bóka­versl­un í Texas. Hann safn­ar ýms­um mun­um sem tengj­ast þekktu fólki frá sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar og á m.a. muni sem tengj­ast Bítl­un­um og Jimi Hendrix.

Selj­and­inn var Gusta­vo Villoldo, fyrr­um starfsmaður CIA, sem tók þátt í að elta Che uppi og var viðstadd­ur þegar bylt­ing­ar­leiðtog­inn var tek­inn af lífi. Hann klippti lokk úr hári Che og tók einnig mynd­ir af líki hans áður en það var greftrað.

Villoldo, sem leit á Che Gu­evara sem morðingja og hryðju­verka­mann, sagðist vera afar undr­andi yfir því hve mikið kaup­and­inn var til­bú­inn til að greiða fyr­ir hár­lokk­inn. „Ég hefði ekki greitt 10 sent fyr­ir hann," sagði Villoldo.

Che Gu­evara var fé­lagi Fídels Kast­rós þegar bylt­ing­in var gerð á Kúbu árið 1959. Hann reyndi síðar að gera svipaða bylt­ingu í Bóli­víu en það tókst ekki. Fyr­ir nokkr­um árum voru lík­ams­leif­ar hans grafn­ar upp og þeim komið fyr­ir í graf­hýsi á Kúbu.

Fræg mynd sem Alberto Korda tók af Che Guevara.
Fræg mynd sem Al­berto Korda tók af Che Gu­evara. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Til er máltæki sem segir, ekki reyna að selja það sem þegar er selt. Aðrir sýna mikinn samstarfsvilja. Gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Til er máltæki sem segir, ekki reyna að selja það sem þegar er selt. Aðrir sýna mikinn samstarfsvilja. Gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver