Hárlokkur af Che seldist fyrir 7,3 milljónir króna

Hárlokkurinn dýri.
Hárlokkurinn dýri. Reuters

Átta sentimetra langur hárlokkur, sem starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA klippti af höfði byltingarleiðtogans Che Guevara eftir að hann var tekinn af lífi í Bólivíu árið 1967, reyndist góð fjárfesting en lokkurinn var í gærkvöldi seldur á uppboði í Texas í Bandaríkjunum fyrir 119.500 dali, jafnvirði tæplega 7,3 milljóna króna.

Kaupandinn var Bill Butler, sem rekur bókaverslun í Texas. Hann safnar ýmsum munum sem tengjast þekktu fólki frá sjöunda áratug síðustu aldar og á m.a. muni sem tengjast Bítlunum og Jimi Hendrix.

Seljandinn var Gustavo Villoldo, fyrrum starfsmaður CIA, sem tók þátt í að elta Che uppi og var viðstaddur þegar byltingarleiðtoginn var tekinn af lífi. Hann klippti lokk úr hári Che og tók einnig myndir af líki hans áður en það var greftrað.

Villoldo, sem leit á Che Guevara sem morðingja og hryðjuverkamann, sagðist vera afar undrandi yfir því hve mikið kaupandinn var tilbúinn til að greiða fyrir hárlokkinn. „Ég hefði ekki greitt 10 sent fyrir hann," sagði Villoldo.

Che Guevara var félagi Fídels Kastrós þegar byltingin var gerð á Kúbu árið 1959. Hann reyndi síðar að gera svipaða byltingu í Bólivíu en það tókst ekki. Fyrir nokkrum árum voru líkamsleifar hans grafnar upp og þeim komið fyrir í grafhýsi á Kúbu.

Fræg mynd sem Alberto Korda tók af Che Guevara.
Fræg mynd sem Alberto Korda tók af Che Guevara. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka