The First Crusade, fyrsta plata hafnfirsku hljómsveitarinnar Jakobínarínu, fær fullt hús stiga, eða fimm stjörnur, í Morgunblaðinu í dag. Helga Þórey Jónsdóttir tónlistargagnrýnandi segir meðal annars að hljómsveitinni takist að halda sérstöðu sinni með því að ganga skrefi lengra í töffaraskap og frumleika en samtímasveitir hennar gera.
„The First Crusade er vel unnin að öllu leyti. Lögin eru góð, textarnir skemmtilegir og tæknivinnsla öll til fyrirmyndar,“ segir Helga Þórey í umsögn sinni.