Sex Pistols hita upp fyrir tónleikaferð

John Lydon á sviðinu í Roxy Theatre í Los Angeles …
John Lydon á sviðinu í Roxy Theatre í Los Angeles í gærkvöldi. Reuters

Breska pönksveitin Sex Pistols kom saman í litlum klúbbi á Sunset Strip í Los Angeles í gærkvöldi og hélt tónleika fyrir um 500 manns til að hita upp fyrir tónleikaferð um Bretland í desember. Voru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár.

Að sögn Reutersfréttastofunnar fluttu Sex Pistols nánast öll þekktustu lög sín, þar á meðal Anarchy in the U.K. og God Save the Queen. John Lydon, söngvari, sem áður var þekktur sem Johnny Rotten, var ekki alveg klár á textanum í nokkrum lögum en bætti við nýjum textalínum, svo sem: „Paris Hilton, kysstu á mér rassinn," þegar hann söng Stepping Stone.

Lydon, sem orðinn er 51 árs, kvartaði einnig yfir hita á sviðinu og saup drúgt af rauðvínsflösku en var greinilega í góðu skapi og góðu formi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir