Englar og djöflar í tökur í febrúar

Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdons.
Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdons. AP

Tökur á kvikmyndinni Englar og djöflar sem er byggð á samnefndri bók Dans Browns hefjast í febrúar á næsta ári. Tom Hanks verður aftur í hlutverki táknfræðingsins Roberts Langdons en hann lék eins og alkunna er prófessor Langdon í Da Vinci-lyklinum.

Myndin verður að mestu tekin upp í Evrópu en eins og þeir vita sem lesið hafa bókina er sögusvið myndarinnar Vatíkanið í Róm. Ron Howard mun aftur stýra framleiðslu og handritshöfundurinn Akiva Goldsman hefur einnig verið ráðinn aftur til að skrifa kvikmyndahandritið.

Sony-fyrirtækið sem framleiðir myndina bindur miklar vonir við hana og ekki þætti þeim verra ef hún skákaði Da Vinci-lyklinum í miðasölu. Frumsýning á Englum og djöflum er áætluð í desember á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach