Englar og djöflar í tökur í febrúar

Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdons.
Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdons. AP

Tökur á kvikmyndinni Englar og djöflar sem er byggð á samnefndri bók Dans Browns hefjast í febrúar á næsta ári. Tom Hanks verður aftur í hlutverki táknfræðingsins Roberts Langdons en hann lék eins og alkunna er prófessor Langdon í Da Vinci-lyklinum.

Myndin verður að mestu tekin upp í Evrópu en eins og þeir vita sem lesið hafa bókina er sögusvið myndarinnar Vatíkanið í Róm. Ron Howard mun aftur stýra framleiðslu og handritshöfundurinn Akiva Goldsman hefur einnig verið ráðinn aftur til að skrifa kvikmyndahandritið.

Sony-fyrirtækið sem framleiðir myndina bindur miklar vonir við hana og ekki þætti þeim verra ef hún skákaði Da Vinci-lyklinum í miðasölu. Frumsýning á Englum og djöflum er áætluð í desember á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson