Naomi Campbell söm við sig

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. Reuters

Æðisköst ofurfyrirsætunnar Naomi Campbell eru nú orðin svo regluleg að þau líkjast helst ofskrifuðu hlutverki í lélegum farsa. Síðasta æðiskastið heltók Campbell nú á fimmtudaginn þegar henni var meinaður aðgangur um borð í flug frá London til New York en hún taldi sér óhætt að mæta aðeins 11 mínútum fyrir brottför.

Fyrirsætunni þótti ákvörðun flugfélagsins að sjálfsögðu út í hött og auk þess að stappa niður fótunum eins og krakki öskraði hún: „Þið verðið að hleypa mér inn! Látið ekki svona!"

Starfsmenn flugfélagsins buðu Campbell að fljúga án farangursins en það tók okkar kona að sjálfsögðu ekki til greina. „Þið hljótið að vera að grínast. Þið eruð alltaf að týna farangri og það er ekki séns að ég treysti ykkur fyrir mínum töskum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir