Katie Holmes hafnað

Katie Holmes.
Katie Holmes. Reuters

Bandaríska leikkonan Katie Holmes er sögð vera í rusli yfir því að hafa ekki fengið hlutverk í kvikmynd sem til stendur að gera. Holmes hafði mikinn áhuga á að fá hlutverk í kvikmynd sem byggð er á söngleiknum Nine, en leikstjórinn Rob Marshall komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún passaði ekki í hlutverkið.

„Katie vildi ólm leika í Nine vegna þess að þá hefði hún fengið að syngja og dansa eins og hún gerði svo mikið þegar hún var barn," sagði vinur leikkonunnar um málið.

„Hún hélt líka að ferill hennar myndi taka mikinn kipp ef hún fengi að vinna með Rob. Hún er hins vegar alveg í rusli núna."

Á meðal þeirra sem munu leika í Nine eru Catherine Zeta-Jones, Sophia Loren og Penelope Cruz, fyrrverandi kærasta Tom Cruise, núverandi eiginmanns Holmes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar