Fjórða myndin í hryllingsmyndaflokknum Saw fór beint í efsta sætið á norður-ameríska bíólistanum um helgina. Frá því fyrsta myndin var frumsýnd haustið 2004 og sló óvænt í gegn hefur kvikmyndafélagið Lionsgate sent frá sér Saw-myndir í október ár hvert og allar hafa fengið mikla aðsókn.
Í Saw IV kemur í ljós við krufningu á morðingjanum Jigsaw, sem er aðalpersóna þriggja fyrstu myndanna, að hann hefur falið segulbandsspólu innvortis. Á spólunni eru vísbendingar um ýmsar pyntingaþrautir sem Jigsaw, leikinn af Tobin Bell, hefur hugsað upp.
Ný rómantísk gamanmynd, Dan in Real Life, frá Disney kvikmyndafélaginu fór beint í 2. sætið. Í aðalhlutverkum eru Steve Carell, Juliette Binoche og Dane Cook.
Listinn yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi: