Ný hryllingsmynd beint á toppinn vestanhafs

Mynd úr kvikmyndinni Saw IV.
Mynd úr kvikmyndinni Saw IV.

Fjórða myndin í hryllingsmyndaflokknum Saw fór beint í efsta sætið á norður-ameríska bíólistanum um helgina. Frá því fyrsta myndin var frumsýnd haustið 2004 og sló óvænt í gegn hefur kvikmyndafélagið Lionsgate sent frá sér Saw-myndir í október ár hvert og allar hafa fengið mikla aðsókn.

Í Saw IV kemur í ljós við krufningu á morðingjanum Jigsaw, sem er aðalpersóna þriggja fyrstu myndanna, að hann hefur falið segulbandsspólu innvortis. Á spólunni eru vísbendingar um ýmsar pyntingaþrautir sem Jigsaw, leikinn af Tobin Bell, hefur hugsað upp.

Ný rómantísk gamanmynd, Dan in Real Life, frá Disney kvikmyndafélaginu fór beint í 2. sætið. Í aðalhlutverkum eru Steve Carell, Juliette Binoche og Dane Cook.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar er eftirfarandi:

  1. Saw IV
  2. Dan in Real Life
  3. 30 Days of Night
  4. The Game Plan
  5. Tyler Perry's Why Did I Get Married?
  6. Michael Clayton
  7. Gone Baby Gone
  8. The Comebacks
  9. We Own the Night
  10. Tim Burton's the Nightmare Before Christmas.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar