Vilja fá Robbie Williams í Westlife

Robbie Williams.
Robbie Williams. Reuters

Strákarnir í Westlife hafa mikinn áhuga á því að fá Robbie Williams til þess að ganga til liðs við sveitina, en í staðinn vilja þeir að Brian McFadden, fyrrum meðlimur Westlife, gangi í Take That, hljómsveitina sem Robbie var eitt sinn í.

„Brian ætti að fara í Take That og við ættum að fá Robbie," segir Nicky Byrne, forsprakki Westlife. „Ef ég væri í Take That myndi ég ekki hafa nokkurn áhuga á því að fá Robbie aftur í sveitina vegna þess að Take That gengur vel auk þess sem Robbie er að gera það mjög gott einn síns liðs."

Strákasveitirnar Take That og Westlife eiga það báðar sameiginlegt að hafa eitt sinn verið skipaðar fimm ungum mönnum, en hafa svo fækkað niður í fjóra. Robbie hætti í Take That árið 1995 og hefur slegið í gegn síðan þá, en Brian hætti í Westlife árið 2004.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar