Öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum

Gísli á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum. mynd/Árni Johnsen

Öld er í dag liðin frá fæðingu einsetumannsins Gísla á Uppsölum í Selárdal, sem varð landskunnur á ofanverðri síðustu öld þegar greinar birtust um hann í blöðum og þættir í sjónvarpi. Gísli lést árið 1986. Vilborg Arna Gissurardóttir, nemi, sem hefur kynnt sér sögu Gísla, segir að hann hafi m.a. numið þýsku af bókum og útvarpi, pantað sér bækur frá Reykjavík og lært sjálfur að lesa nótur og spila á orgel.

Vilborg segir í grein, sem hún hefur tekið saman um Gísla, að Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar, þar sem fjallað var um Gísla, hafi verið tekinn upp þegar Gísli var orðinn töluvert fullorðinn. Ekki hafi allir ættingjar hans verið sáttir við hvernig útkoman varð en aðrir verið mjög ánægðir. Sumir telji, að Gísli hafi verið farinn að kalka og kominn með elliglöp.

Gísli hét fullu nafni Gísli Oktavíus Gíslason og fæddist 29 október árið 1907. Hann átti þrjá bræður en föður sinni missti hann árið 1916. Um tíma bjuggu allir bræðurnir ásamt Gíslínu móður þeirra að Uppsölum. Móðir Gísla lést árið 1950.

Vilborg segir, að Gísli hafi átt erfitt uppdráttar í æsku. Fram komi í skrifum, sem hann lét eftir sig, að hans fyrstu kynni af umheiminum hafi verið vond og allir krakkarnir í skólanum sameinuðust um að vera á móti honum.

Gísli skrifaði, að fötin hans hafi verið fátæklegri enannarra barna og hann hafi ekki alltaf verið vel til fara. Þar fyrir utan var hann málhaltur og fólk þurfti að leggja sig fram við að hlusta á hann. Segir Vilborg, að þetta hafi greinilega skilið eftir sig ör á sál Gísla.

Gísli hélt sambandi við bræður sína eftir að þeir fluttust í burtu. Börn þeirra komu einnig í heimsókn og hjálpuðu Gísla stundum við heyskap. Þau nutu félagskapar hans, því hann var duglegur að fræða þau um náttúruna og dýrin. Aðrir ættingjar komu í heimsókn við og við. Sökum þess hversu afskekkt Gísli bjó urðu þær heimsóknir ekki tíðar. Hann naut þess að hafa félagsskap og varskrafhreifinn og hafði gaman af því að gantast við gesti sína.

Vilborg segir, að Gísli hafi verið bæði læs og skrifandi. Hann lærði sjálfur að lesa nótur og spila á orgel auk þess sem hann nam þýsku í gegnum bækur og útvarpskennslu. Hann orti ljóð og eftir hann liggur þó nokkuð af rituðu efni. Gísli var félagi í bókmenntafélagi í ein 13 ár og pantaði sér jafnan bækur frá Reykjavík. Gísli þurfti ekki að fara langt til að panta sér bækur eða vörur því hann átti síma er hann notaði.

Þá var hann mikill áhugamaður um framfarir og fylgdist með þeim tækninýjungum er litu dagsins ljós þótt hann hafi kosið að lifa lengst af án þeirra. En skömmu eftir 1980 var rafmagn leitt að Uppsölum og í kjölfarið kom rafmagnsljós. Gísli gat þá dundað sér við lestur hvort sem það var sumar eða vetur. Hann eignaðist einnig rafmagnsorgel og naut hann þess að leika á það. Þá fékk hann sér frystikistu.

Vilborg segir ekki ljóst hvort það var Gísli sem einangraði sig frá samfélaginu eða hvort honum var útskúfað fyrir að vera öðruvísi. Hann hafi hins vegar oft verið einmana og óskað sér annars hlutskiptis. Vilborg segir, að heimildamenn hermi, að hann hafi m.a. beðið sér stúlku en verið hryggbrotinn. Af því megi álykta, að hann hafi ekki ætlað sér það líf sem hann lifði.

Vilborg segir að lokum í grein sinni, að Gísli hafi aldrei gefist upp. Hann hafi haldið áfram að lifa þrátt fyrir erfiðar stundir og í skrifum hans megi finna kafla þar sem hann lýsi innilega vonleysi og einmannaleika. Hann hélt áfram að vinna og hugsa vel um dýrin sín. Gísli lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði á gamlársdag árið 1986.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir