Öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum

Gísli á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum. mynd/Árni Johnsen

Öld er í dag liðin frá fæðingu ein­setu­manns­ins Gísla á Upp­söl­um í Selár­dal, sem varð lands­kunn­ur á of­an­verðri síðustu öld þegar grein­ar birt­ust um hann í blöðum og þætt­ir í sjón­varpi. Gísli lést árið 1986. Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, nemi, sem hef­ur kynnt sér sögu Gísla, seg­ir að hann hafi m.a. numið þýsku af bók­um og út­varpi, pantað sér bæk­ur frá Reykja­vík og lært sjálf­ur að lesa nót­ur og spila á org­el.

Vil­borg seg­ir í grein, sem hún hef­ur tekið sam­an um Gísla, að Stikluþátt­ur Ómars Ragn­ars­son­ar, þar sem fjallað var um Gísla, hafi verið tek­inn upp þegar Gísli var orðinn tölu­vert full­orðinn. Ekki hafi all­ir ætt­ingj­ar hans verið sátt­ir við hvernig út­kom­an varð en aðrir verið mjög ánægðir. Sum­ir telji, að Gísli hafi verið far­inn að kalka og kom­inn með elli­glöp.

Gísli hét fullu nafni Gísli Oktavíus Gísla­son og fædd­ist 29 októ­ber árið 1907. Hann átti þrjá bræður en föður sinni missti hann árið 1916. Um tíma bjuggu all­ir bræðurn­ir ásamt Gíslínu móður þeirra að Upp­söl­um. Móðir Gísla lést árið 1950.

Vil­borg seg­ir, að Gísli hafi átt erfitt upp­drátt­ar í æsku. Fram komi í skrif­um, sem hann lét eft­ir sig, að hans fyrstu kynni af um­heim­in­um hafi verið vond og all­ir krakk­arn­ir í skól­an­um sam­einuðust um að vera á móti hon­um.

Gísli skrifaði, að föt­in hans hafi verið fá­tæk­legri en­annarra barna og hann hafi ekki alltaf verið vel til fara. Þar fyr­ir utan var hann mál­halt­ur og fólk þurfti að leggja sig fram við að hlusta á hann. Seg­ir Vil­borg, að þetta hafi greini­lega skilið eft­ir sig ör á sál Gísla.

Gísli hélt sam­bandi við bræður sína eft­ir að þeir flutt­ust í burtu. Börn þeirra komu einnig í heim­sókn og hjálpuðu Gísla stund­um við heyskap. Þau nutu fé­lag­skap­ar hans, því hann var dug­leg­ur að fræða þau um nátt­úr­una og dýr­in. Aðrir ætt­ingj­ar komu í heim­sókn við og við. Sök­um þess hversu af­skekkt Gísli bjó urðu þær heim­sókn­ir ekki tíðar. Hann naut þess að hafa fé­lags­skap og var­skraf­hreif­inn og hafði gam­an af því að gant­ast við gesti sína.

Vil­borg seg­ir, að Gísli hafi verið bæði læs og skrif­andi. Hann lærði sjálf­ur að lesa nót­ur og spila á org­el auk þess sem hann nam þýsku í gegn­um bæk­ur og út­varps­kennslu. Hann orti ljóð og eft­ir hann ligg­ur þó nokkuð af rituðu efni. Gísli var fé­lagi í bók­mennta­fé­lagi í ein 13 ár og pantaði sér jafn­an bæk­ur frá Reykja­vík. Gísli þurfti ekki að fara langt til að panta sér bæk­ur eða vör­ur því hann átti síma er hann notaði.

Þá var hann mik­ill áhugamaður um fram­far­ir og fylgd­ist með þeim tækninýj­ung­um er litu dags­ins ljós þótt hann hafi kosið að lifa lengst af án þeirra. En skömmu eft­ir 1980 var raf­magn leitt að Upp­söl­um og í kjöl­farið kom raf­magns­ljós. Gísli gat þá dundað sér við lest­ur hvort sem það var sum­ar eða vet­ur. Hann eignaðist einnig raf­magnsorg­el og naut hann þess að leika á það. Þá fékk hann sér frysti­kistu.

Vil­borg seg­ir ekki ljóst hvort það var Gísli sem ein­angraði sig frá sam­fé­lag­inu eða hvort hon­um var út­skúfað fyr­ir að vera öðru­vísi. Hann hafi hins veg­ar oft verið einmana og óskað sér ann­ars hlut­skipt­is. Vil­borg seg­ir, að heim­ilda­menn hermi, að hann hafi m.a. beðið sér stúlku en verið hrygg­brot­inn. Af því megi álykta, að hann hafi ekki ætlað sér það líf sem hann lifði.

Vil­borg seg­ir að lok­um í grein sinni, að Gísli hafi aldrei gef­ist upp. Hann hafi haldið áfram að lifa þrátt fyr­ir erfiðar stund­ir og í skrif­um hans megi finna kafla þar sem hann lýsi inni­lega von­leysi og ein­manna­leika. Hann hélt áfram að vinna og hugsa vel um dýr­in sín. Gísli lést á sjúkra­hús­inu á Pat­reks­firði á gaml­árs­dag árið 1986.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell