Viktoría komin með sama háralit og þegar Kryddstúlkurnar urðu frægar

Beckhamhjónin á Heatrow í síðasta mánuði.
Beckhamhjónin á Heatrow í síðasta mánuði. AP

Viktoría Beckham er komin með sama dökka háralitinn og sömu greiðslu og hún var með þegar Kryddstúlkurnar urðu fyrst frægar með laginu „Wannabe“ árið 1996. Viktoría sat í átta tíma í stólnum á Hárgreiðslustofu Jessicu Gavin í Los Angeles á föstudaginn.

Viktoría ákvað að hætta að vera ljóshærð í tilefni af væntanlegri heimsreisu Kryddstúlknanna. Henni er mikið í mun að enginn fái að sjá nýju greiðsluna og hefur forðast ljósmyndara eins og heitan eldinn, og þegar hún kom út af hárgreiðslustofunni á föstudaginn var hún með húfu til að hylja greiðsluna.

Tónleikaferð Kryddstúlknanna hefst í Vancouver 2. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar