Angelina Jolie sögð barnshafandi

Angelina og Brad í New York í síðasta mánuði.
Angelina og Brad í New York í síðasta mánuði. Reuters

Fregnir herma að Angelina Jolie sé með barni. Hún aflýsti á síðustu stundu fyrirlestri sem hún átti að flytja á Ítalíu „af persónulegum ástæðum,“ og fullyrða ítölsk blöð að ástæðan hafi verið sú, að Angelina hafi þá verið nýbúin að komast að því að hún væri barnshafandi.

Fyrirlesturinn átti hún að halda hjá Pio Manzu-miðstöðinni skammt frá Rimini, og sagði framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar að þótt hann gæti ekki sjálfur staðfest að Angelina væri með barni gæti hann fullyrt að fregnir ítalskra fjölmiðla væru réttar.

Angelina og Brad Pitt hafa undanfarið ekki farið í launkofa með þá ósk sína að fjölga í fjölskyldunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar