Brosnan í slag við ljósmyndara

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Reuters

Lögregla í Los Angelessýslu staðfesti í kvöld, að verið væri að rannsaka ásakanir um að Pierce Brosnan, sem lék m.a. James Bond í nokkrum myndum, hefði lent í slagsmálum við ljósmyndara í Malibu sl. föstudag.

Fréttavefurinn TMZ.com segir að Brosnan, sem er 54 ára, hafi verið með einu barna sinna þegar Robert Rosen, ljósmyndari, vatt sér að honum og fór að spyrja spurninga. Brosnan bölvaði ljósmyndaranum og og sló hann síðan í síðuna og ljósmyndarinn brást við í sama máta og sló Brosnan í kviðinn.

Lögreglan segir, að niðurstöðu rannsóknarinnar verði vísað til saksóknaraembættis Los Angeles þegar þar að kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir