Tónlistarmaðurinn Elvis Presley er sá frægi einstaklingur sem ekki er á lífi sem þénaði mest á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjum lista Forbes. Kurt Corbain sem velti Presley af toppnum árið á undan er kemst hins vegar ekki inn á listann yfir 13 söluhæstu látnu tónlistarmennina í ár.
Helsta skýringin á því að Corbain, sem var liðsmaður hljómsveitarinnar Nirvana er hann lést, fór upp fyrir Presley er sú að á tímabilinu seldi ekkja hans, Courtney Love, útgáfuréttinn af tónlist hans og námu því tekjur af tónlist hans um 50 milljónum dala.
Samkvæmt lista forbes.com námu tekjur af tónlist Presley á tímabilinu október 2006 til október 2007 49 milljónum dala. Elvis Presley fór fyrst á topp listans árið 2001 og skilar tónlist hans æ meira fé í kassann.
1. Elvis Presley 49 milljónir Bandaríkjadala
2. John Lennon 44 milljónir Bandaríkjadala
3. Charles M. Schulz 35 milljónir Bandaríkjadala
4. George Harrison 22 milljónir Bandaríkjadala
5. Albert Einstein 18 milljónir Bandaríkjadala
6. Andy Warhol 15 milljónir Bandaríkjadala
7. Dr. Seuss (Theodor Geisel)13 milljónir Bandaríkjadala
8. Tupac Shakur 9 milljónir Bandaríkjadala
9. Marilyn Monroe 7 milljónir Bandaríkjadala
10. Steve McQueen 6 milljónir Bandaríkjadala
11. James Brown 5 milljónir Bandaríkjadala
12. Bob Marley 4 milljónir Bandaríkjadala
13. James Dean 3,5 milljónir Bandaríkjadala