Hringdi frá slysstaðnum og bauð myndir af Díönu

Franskir lögreglumenn undirbúa að flytja bifreiðina á brott sem Díana …
Franskir lögreglumenn undirbúa að flytja bifreiðina á brott sem Díana prinsessa lést í í París árið 1997. AP

Ljósmyndari hringdi í breska blaðið The Sun úr undirgöngunum þar sem Díana prinsessa lenti í bílslysi í París fyrir áratug, og bauð blaðinu myndir af slysinu til sölu fyrir 300 þúsund pund, jafnvirði 37,5 milljóna króna. Þetta kom fram í réttarrannsókn, sem nú stendur yfir í Lundúnum á dauða prinsessunnar.

Lesin var upp yfirlýsing, sem Kenneth Lennox, hjá blaðinu The Sun gaf, en þar segist hann hafa verið heima þegar hann fékk hringingu frá franska ljósmyndaranum Romuald Rat, sem hafi greinilega verið óttasleginn. Sagðist Rat vera með myndir af bílslysi, sem Díana prinsessa lenti í. Gæti Lennox fengið einkarétt á þeim í Bretlandi fyrir 300 þúsund pund.

Lennox hefur eftir ljósmyndaranum, að slysið væri alvarlegt og Dodi Fayed, sem lést í slysinu ásamt Díönu, virtist mikið slasaður en Díana virtist hafa sloppið betur.

Kona, sem bar vitni fyrr við réttarhöldin, sagði að ljósmyndarar hefðu einskis svifist við að ná myndum af prinsessunni og framkoma þeirra hefði farið út yfir öll velsæmismörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir