Paris Hilton hefur frestað för sinni til Rúanda þar til á næsta ári en þrátt fyrir það hefur hún hug á að láta gott af sér leiða. Ferðin til Rúanda var á vegum barnahjálparsjóðsins Playing for Good Foundation.
Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Extra sagðist Hilton vilja ferðast um heiminn. „Ég tel að það sé margt sem ég get gert og að það sé margt sem ég get gert til þess að hjálpa," sagði Hilton í viðtalinu.
Í Rúanda ætlaði Hilton að heimsækja heilsugæslustöðvar og skóla en í viðtalinu við Extra kom fram að hún myndi pakka fyrir ferðalagið til Afríku á næsta ári.
Sagði Hilton að fara átti í ferðina í nóvember en þar sem sjóðurinn þarf að fara í gegnum endurskipulagningu og koma ýmsum hlutum á hreint var ferðinni frestað en hún verði farin á næsta ári. „Ég veit að Rúanda gekk í gegnum hræðilega hluti og ég tel að ef ég fer þangað þá geti ég bjargað einhverjum mannslífum," sagði Hilton.